Leidarlok

jaeja ! Tha er nu ekki mikid eftir ad for okkar pilta her um Ameriku sydri, erum vid bunir ad sja mikid fallegt og einnig nokkud spennandi hluti her, en allavega tha er eg (Hinrik) kominn med nyjan passa svo eg kemst vonandi yfir landamaerin til Chile og thadan yfir til Frakklands, thadan sem leidin er greid a klakann ! erum vid a leidinni med Brasilisku flugfelagi til Santiago thar sem vid verdum i 4 daga ! En thad er nu annars ekki mikid annad i gangi ! vonandi sjaum vid bara sem flesta a djamminu um naestu helgi !! ;) thangad til naest ! Hinrik

Naesta Stopp Takk !

Jaeja gott folk fra sidustu faerslu hefur ýmislegt drifid a daga okkar,

vid fórum í lítinn bae sem heitir San Ignacio (miní) baer sem jesuitar byggdu hér a 17. old en eru sem sagt bara rústir í dag, mjog flottur baer, eda hefur greinilega verid thad allavega a sínum tima. En tha var komid ad naesta landi og erum vid núna staddir í Asuncion hofudborg Paraguay sem er skemmtileg borg ekki eins og hinar borgirnar sem vid hofum verid í, thad eru ekki jafn margar nýbyggingar herna og allt miklu eldra i utliti en i hinum londunum, thetta er miklu likara thvi sem vid hofdum ímyndad okkur ad s-amerika liti út.  Vid erum búnir ad vera hérna i 2 daga og líkar vel, en thar sem vid eigum minna en 4 vikur eftir er ekkert annad i stodunni en ad spýta í lófana og drulla ser af stad, og erum vid thvi a leid upp til Villa Montes i Bolivíu, 20.000 manna bae i 16 kl. fjarlaegd fra Asuncion, thannig ad vid eigum skemmtilegt kvold i vaendum. spurningin er samt hvort vid munum stoppa thar i 1 dag eda reyna ad halda áfram til Sucre annarar hofudborgarinnar í Bolivíu, thá vaerum vid komnir á nokkud gódan stad og gaetum slakad adeins meira á th.e. thyrftum ekki ad taka 16 kl. tima rutuferdir =)

en thar sem thad er ekkert meira ad segja frá thá bid eg bara ad heilsa ykkur, kv. Hinrik


Regnskógar

Jaeja frá thví ad vid skrifudum sídustu faerslu hofum vid faert okkur frá Porto Alegre og yfir til Igazu fossana sem eru á landamaerum Brazilíu og Argentínu. Thad tók 13 klukkutíma ad ferdast ad fossunum med rútu frá Porto Alegre. Aetlunin var ad skella sér beint eftir rútuferdina ad fossunum og skoda thá brazilíumengin en vegna meistaradeildarinnar og ferdathreitu ákvádum vid ad slappa af vid sundlaugina og taka daginn rólega og skoda fossana svo daginn eftir. Fossarnir voru mjog flottir en allir urdum vid samt fyrir nokkrum vonbrigdum enda hofdu lýsingarnar verid yfirgengilegar frá theim sem vid hofdum hitt. Daginn eftir fórum vid svo yfir landamaerin og skodudum fossana Argentínumegin og thá loksins skildum vid oll thau lýsingarord sem fólk hafdi verid ad nota um fossana. Their eru MEGA flottir ef madur hefur rétt sjónarhorn á thá, en vid fórum í bátsferd og fengum ad sjá thá mjog nálaegt... eiginlega of thar sem vid fórum undir thá. Fyrir utan fegurd fossana thá erú their staddir í midjum regnskógji thar sem er ad finna grídarlegt magn magnadra skordýra og annara dýra. Allir vorum vid held ég drullu hraeddir ad labba tharna um thó svo ad einn af okkur hafi sýnt sérstaklega hraedslu vid hvert fótmál og hvert einasta hljód, á medan adrir sýnu einungis karlmannlegu hlid sína. Hraedsla ónefnda mannsins mjog svo skiljanleg ad mínu mati thar sem tharna var mikid um snáka, edlur og kónkulaer, vid sáum m.a. eina tarantúllu á vappinu og einn graenan snák. Á ferd okkar um skóginn fengum vid samtals ca. 150 moskítóbit sem dreyfdust tiltolulega jafnt á mannskapinn.

Iguazu falls

Núna erum vid svo staddir í bae sem heitir Posadas held ég, en aetlun okkar er ad fara ad skoda einhverjar Jesúita rústir sem eru hérna ekki svo langt frá. Á mánudaginn fáum vid svo vonandi vegabréfsáritun inn í Paraguay en thad myndi stytta leid okkar toluvert á leid okkar til Bólivíu thar sem stefnan er sett á ad fara í anaconduleidangur ásamt fleyrru.

Vid hofum thad allir mjog gott hérna og vonum ad allir heima hafi thad gott líka. Myndir hljota ad fara ad koma inn á naestu dogum en eg get engu lofad. Netid er yfirleitt haegfara og tholinmaedi fyrir myndainnsetningu ekki alltaf til stadar. En eg held ad thid verdid bara ad trúa okkur í bili.

Kaer kvedja frá Argentínu (aftur)

Siggi


Nýtt blogg...

Halló,

Vid erum staddir í Porto Alegre í Brasilíu. Ýmislegt hefur drifid á daga okkar en vid erum thó enn hjartahreinir og saklausir í anda. Sko, í Buenos Aires stundadi ég(20) og Hinrik Örn Hinriksson(21) nám vid Spaenskuskóla eins og ádur hefur komid fram. Thad tharf vart ad taka fram ad Hinrik var alltof gódur fyrir skólann og var farinn ad taka kennarana í einkatíma eftir fyrstu vikuna og ég var bedinn um ad halda fyrirlestur um spaenska málfraedi vid Palermo háskóla. Ég sagdist ekki hafa tíma fyrir thad tví ég vaeri ad fara til Uruguay en í rauninni chickenadi ég bara út, semi slappt ég veit. En vid gerdum ýmislegt annad í Buenos Aires eins og ad fara í Tangó tíma og kíkja á Tangó Show sem var mjög skemmtilegt og ödruvísi. Á Tangóshowinu fengum vid saeti alveg fremst vid svidid thar sem dansararnir voru ad dansa sína dansa og ég nefndi thad vid strákana ad thad vaeri alveg típískt ad vid yrdum teknir í eitthvad svona "áhorfandinn verdur hluti af sýningunni daemi". Já, thad gerdist ad sjálfsögdu og ég var allt í einu rifinn útúr salnum af einhverjum Argentískum Tangótröllum og allir hlógu dátt, sérstaklega Hinrik. Svo var ég leiddur inní salinn af einhverri tangódansstúlku sem vildi dansa med mig ad bordinu mínu og thá tók ég audvitad eina dansinn sem ég kann, Hlidar saman hlidar, Hinriki og Sigurdi(22) til mikillar kátínu.

Strákarnir nýttu sídan sídustu helgina í Buenos Aires til ad kíkja á lífid í borginni med krökkunum sem voru med Hinriki í bekk í spaenskuskólanum og thad var víst ansi gott kvöld thar sem Hinrik og Sigurdur áttu skemmtilegan misskilning. Sigurdur spurdi hvad vinur Hinriks héti, Hinrik sagdi Kent, Siggi sagdi HA? Hinrik sagdi KENT og Siggi sagdi Eins og barbíkallinn? og Hinrik sagdi já. Málid tharna var ad Hinrik hélt ad Barbíkallinn héti Kent en Sigudri heyrdist Hinrik segja Ken (eins og barbíkallinn). Sigurdur kalladi tví thennan ágaetis mann Ken allt kvöldid. Ég skellti mér hinsvegar til Santa Fe thessa umraeddu helgi til ad hitta félaga hans Sverris bródurs og fjölskylduna theirra, ansi gód helgi thar og ég var gjörsamlega fylltur af mat. Asado klikkar seint, Grímur ég veit ad thú ert sammála mér.

Thegar vid vorum svo allir komnir saman aftur tókum vid ferjuna yfir til baejar sem heitir Colonia og er í Uruguay. Thar áttum vid einn skemmtilegan dag thar sem vid leigdum okkur golfbíl og keyrdum um allan baejinn svona 4 sinnum á einum klukkutíma, já hann er mjög lítill. Eftir ad hafa kynnst baenum eins og hann vaeri búinn ad vera heimkynni okkar sídustu 12 árin tókum vid rútuna til Montevideo, höfudborgar Uruguay. Thar eyddum vid 2 dögum í ad slappa af og skoda okkur um ádur en vid vildum halda áfram til landamaerabaejarins Chuy og svo eftir thad til Brasilíu. Thegar vid komum til Chuy sáum vid strax ad thetta var lítill skítabaer og thad var rétt. Eftir eina nótt thar fórum vid til thess ad borga hótelid okkar en ég og Siggi thurftum bádir ad taka út. Eftir nokkrar tilraunir vid hradbanka baejarins komumst vid ad leidinlegri stadreynd, thad var ekki haegt ad taka út á erlend kort í litla skítabaenum. Vid vorum ordnir semi stressadir á tví hvernir vid aettum ad redda okkur útúr tví ad vera peningalausir á enda alheimsins en Sigurdi hagfraedingi datt thad snilldarrád í hug ad ganga á gjaldeyrisfordann okkar og thad gerdum vid. Vid áttum einhverja afgangspeninga frá baedi Chile og Argentínu sem vid fórum og létum skipta í Uruguayska pesóa. Thessir peningar dugdu fyrir rútuferdinni og smá mat meira ad segja, hótelid thurfti hinsvegar ad borga med kreditkorti og var thá tekin fram svona gamaldags kreditkortasledi og kalkpappír sem var okkur mikill gledigjafi.

Vid löbbudum svo útá rútustöd, sem var í útjadri baejarins, thar sem vid vildum kaupa okkur mida til Pelotas í Brasilíu. Thad var ekkert mál thar sem vid áttum smá peninga loksins. Thad eina sem vid áttum eftir ad gera, sagdi konan sem seldi okkur midana, var ad labba sirka einn kílómeter til ad fá stimpil í vegabréfin okkar til ad komast svo loksins til Brasilíu. Vid lobbudum einn kílómetra og sáum ekkert, héldum áfram og áfram og sáum ekkert. Svo ákvádum vid ad snúa vid tví vid hlytum ad vera komnir of langt. Samt fundum vid thetta ekki og spurdum til vegar, thá var okkur sagt, thetta er sirka einn kílómeter hédan. Vid vorum búnir ad labba í um thad bil 2 thegar okkur var sagt thetta thannig ad vid héldum áfram og á endanum komum vid ad landamaerastodinni. Thar vildi kallinn fá eitthvad hvítt blad sem ég og Hinrik hofdum audvitad gleymt á hótelinu okkar sem var í trilljón kílómetra fjarlaegt og thad var ógedslega heitt. Eftir ad noldra í kallinum og láta eins og vid vaerum rosalega mikil fórnarlomb frá Íslandi hamradi hann stimplinum í vegabréfin okkar og sagdi "CHAU!" Vid létum okkur audvitad hverfa med bros á vör.  En eftir thetta var thad bara rúta yfir til Pelotas thar sem vid komum algjorlega peningalausir eftir ad hafa eytt ollu í rútu og mat. Vid fórum í brasilískan hradbanka og okkur til mikillar ánaegju virkudu kortin okkar ekki heldur í brasilíu, SNILLD! Vid vorum fastir á rútustod med enga peninga. En eftir ad hafa raett moguleikana í stodunni ákvádum vid ad tala vid gamlan leigubílsstjóra sem sagdi ad í midbaenum vaeri einn hradbanki sem taeki vid erlendum kortum og hann var til í ad keyra okkur thangad til ad taka út og svo skutla okkur á hótel. Vid vorum audvitad smá stressadir tví hvad myndum vid gera ef hann myndi keyra okkur nidrí bae og svo myndu kortin ekki virka. Sem betur fer var kallin mega snillingur og hafdi rétt fyrir sér. Hann skutladi okkur svo á hótel og vid gistum thar í eina nótt. Eftir thad kíktum vid svo yfir til Porto Alegre en thar erum vid núna og erum búnir ad vera ad slappa hér af sídustu 2 daga. Fórum út ad skemmta okkur á laugardeginum á heitasta skemmtistad baejarins sem var reyndar keilusalur borgarinnar og var glatadur. En á morgun er förinni heitid til Iguazú thjódgardsins ad sjá fossana og allt thad daemi, verdur vonandi eins gott og fólk er ad segja okkur. Svo eru audvitad bara 5 vikur eftir af thessu öllu og vid eigum eftir ad fara til Bólivíu, Perú og aftur til Chile. Bidst afsökunar á myndaleysinu en thad er 80%leti og 20% taeknilegs edlis. Margar tölvur hérna ráda ekki vid staerdirnar á myndunum og eru ekki med forrit til ad minnka thaer en ég er ad vinna í málinu. Annars bara hafid thad gott á Íslandi.

Kvedja,

Jóhann Helgason

 


Montfaersla

Gódan og blessadan daginn.

Ég vona ad allir heima hafi thad sem allra best og ollum lídi vel. Thetta segi ég nú adallega út af thví ad vid drengirnir erum ad skemmta okkur svo vel hérna úti og viljum audvitad ad thid gerid thad sama heima á klakanum. En ástaeda thessarar faerslu er sú ad mig langadi bara svo mikid til thess at monnta mig af upplifun minni hérna úti fyrir 3 dogum. Ég og Jóhann ákvádum ad skella okkur á fótboltaleik. Engan venjulegan fótboltaleik heldur leik hjá Boca Juniors og ekki nóg med ad thad hafi verid leikur hjá Boca thá var thessi leikur einnig hluti af Copa Libertadores sem er meistaradeildin hérnamegin á hnettinum. Leikvangurinn (La Bombonera) tekur 61.000 manns og ég held ad thad hafi verid um 60000 manns á vellinum. Ekki nóg med ad fá ad upplifa ekta argentínska fótboltastemmingu heldu thá var lidid sem boca var ad keppa á móti frá Chile og hér ríkir mikid hatur á milli thessara thjóda vegna áralangrar baráttu um landamaeri en londin tvo skipta sudurhluta sudur ameríku á milli sín. En nóg um Landafraedi og pólitík. Leikurinn var vaegast sagt grídarlega skemmtilegur. Loka tolur urdu 4-3 fyrir Boca Juiors en their voru mun betri heldur en Colo Colo menn í leinum trjátt fyrir ad hafa verid manni faerri frá 23 mínútu. Stemmingin var grídarleg og hatrid milli studningsmanna toluvert. Studningsmenn Colo Colo voru stadsettir í stúkunni fyrir ofan okkur thad er á svolum eda stúku sem byggd var ofan á okkar hluta stúkunnar thannig ad reglulega var hennt nidur í okkar stúku pokum fullum af hlandi frá studningsmonnum Colo Colo og stundum hofdu their ekki einusinni fyrir thví ad hlanda í poka heldur létu bara gossa beint nidur á Boca studningsmennina fyrir nedan... Ég veit ekki hvort ég hafi nád ad lýsa besta degi lífs míns til thessa nógu vel en Jóhann tók toluvert af myndum og videoum sem vonandi rata inn á síduna innan skamms.

En eins og ádur sagdi thá vona ég ad sjáfsogdu ad thid heima séud ad skemmta ykkur jafn vel og vid erum ad gera hérna í góda vedrinu. Bid ad heilsa ollum sem hafa ekki fyrir thví ad kíkja á okkar stopula blog en persónulega aetla ég ad reyna ad breyta theim ósid og ókurteysi okkar ad láta ekki heyra í okkur oftar.

 Kaer kvedja

Sigurdur Rúnar Sigurdsson Boca Juniors sudningsmadur med meiru.

 


Afsakid blogleysid

Jaeja saelt veri fólkid. Ég vil byrja á ad bydjast afsokunar á blogleysi okkar stákana en af einhverjum ástaedum finnum vid okkur alltaf eitthvad annad ad gera heldur en ad skrifa nidur hversku skemmtilgt okkur finst ad vera hérna úti. Frá sídurstu blogfaerslu er thad ad frétta ad vid erum komnir til Buenos Aires og erum reyndar búnir ad vera hérna í taepar thjár vikur. Til ad byrja med fórum vid á hostel sem vid aetludum einungis ad vera á í 1-2 daga og svo var stefnt ad thví ad koma sér í leiguíbúd.  Thad gekk ekki betur en svo ad vid vorum í naestum tvaer vikur á thví hosteli en svo var okkur í rauninni hent út thvar sem laungu var búid ad panta upp allt hostelid nokkra daga fyrir og um páskana svo vid neyddumst til thess ad finna okkur nýtt hostel. Thad gekk thrusu vel og vid gistum á tví hosteli í tvo daga thví ad thad var búid ad lofa okkur íbúd 2 dogum fyrir páska. Vid tékkudum okkur út og skelltum okkur til mansins sem hafdi reddad okkur íbúdinni fullir vonar og tilhlokkunar um hvernig íbúdin okkar myndi líta út. Thad fór ekki betur en svo ad hann sagdi okkur ad thad vaeri búid ad haekka leiguna á íbúdinni um 50% og vid fengjum hana ekki.  Jaeja vid urdum mis pirradir út í náungann en endudum svo med thví ad gera thad eina sem haegt var ad gera í stodunni og thad var ad sjálfsogdu ad finna sér nýtt hostel. En thví midur gekk thad ekki svo vel. Vid ráfudum hérna um allt í orugglega 2 og  hálfan tíma med allan okkar farangur og thad var farid ad dimma og vid vorum allir ordnir frekar threyttir. Loks var eitt hostel sem vildi taka okkur inn en svo kom í ljós thegar vid vorum búnir ad tékka okkur inn ad augljóslega vaeri tvíbókad í herbergid sem vid áttum ad fá svo vid vorum ennthá heimilislausir. Greyid strákurinn sem hafdi tvíbókad í herbergid vann svo naesta einn og hálfan tímann vid ad reyna ad finna hostel handa okkur á thessum ómogulega tíma. Loks fengum vid inn á hostel en thá var klukkan ad verda 2 um nóttina. Herbergid sem vid fengum var ekkert edlilegt en thad var uppi á háalofti en okkur var sama thar sem vid hofdum thó samastad yfir nóttina.

 En thá er hostela saga okkar hérna í Buenos Aires búin núna erum vid komnir í íbúd hérna í hverfi sem heitir Palermo og er thad eitt vinsaelasta og oruggasta hverfi hérna í borginni. Pland er núna ad fara ad byrja í spaensku námi allavega í eina viku sé svo til hvering mér líkar. Ég veit ad Jóhann og Hinrik eru spenntari fyrir skóla heldur en ég enda kominn med smá leid á thví daemi. Planid er einnig ad fara á morgun á leik hjá Boca Juniors á móti Colo Colo frá Chile en thetta er í meistardeild sudur ameríku. Svo eru tónleika hátíd hérna sem byrja 30. mars en thar eru fullt af fraegum bondum ad spila eins og t.d. Ozzy, Korn og Lenny Kravitz. Jaeja tha aetla ég er setja punktinn hérna bid ad heilsa ollum heima og vona ad allir hafi thad sem best og hafi haft thad gott yfir páskana.

Kaer kvedja

Siggi


Lítid ad frétta !

saelt veri fólkid ! vonandi haldidi ekki ad neitt hafi komid fyrir ! Vid erum enntha herna i Mar del Plata studbaenum ogurlega, erum farnir ad taka eftir thvi ad thad er farid ad faekka mikid i borginni nuna, thad er byrjad ad loka veitingastodum og haett ad loka gotunni fyrir nedan husid okkar og bara minna ad gerasti heild. Eg er ad reyna ad draga strakana a Interpol tonleika a laugardaginn, their eru eitthvad erfidir, their eru nebbla i BA og ef vid forum tekur thvi valla ad fara aftur til baka thvi ad vid missum ibudina 12 herna, en eg er ad reyna ad segja ad thad se bara betra ad fara fyrr til BA tha komumst vid fyrr til Urugvae og allt thad, en thar sem their eru ad sofa ur ser thynnku tha verdur su akvordun ad bida eilitid. thad er buid ad vera rigning i viku nuna, soldid odruvisi ! en eg aetla svosem ekkert ad kvarta ! vaeri ekki til i ad skipta vid ykkur um stad ;) en allavega, erum a lifi og erum fljotlega ad fara til BA.

Hafid thad gott, kv. Hinrik


Mallo del Bene

Saelt veri fólkid

Ég veit ad hér hafa margir midur skarpir menn ritad faerslur og án nokkurs vafa er ég einn af theim. Daginn eftir ad vid komum hingad til Mar del Plata fórum vid á okkar fyrstu fótbolta aefingu. Á aefingunni vard ég fyrir thví óláni ad vera bitinn af stórhaettulegum risahund og sídan thá hefur mig dreymt illa og varla haldid saur thegar ég sé hunda hér á gotunum. En ad mínu mati er thessi hraedsla mín vid hunda mjog skiljanleg enda var thetta hreint og beint hraedileg lífsreynsla sem ég óska engum manni. Stákarnir hafa mikid gert grín af mér, en eins og alvoru karlmenni gerir thá laet ég alvoru tilfiningar mínar ekki í ljós. Hlae bara og graet mig svo í svefn med thessa hraedilegu mynd í kollinum. ...

 

Mig langadi bara ad deila thessu med einhverjum og vona ég ad ég fái andlegan studning frá vinum og kunningjum heima.

 Kvedja

Siggi


Komnir til Mar del Plata

Elsku lesendur.... vid hofum vanraekt ykkur,

En thad á ábyggilega eftir ad gerast aftur svo thad thýdir ekkert ad vaela. Vid erum búnir ad ferdast svolítid sídan Hinrik skrifadi sídasta blogg af mikilli snilld og fór hann thar ekki med neinar stadreyndavillur (hann vill sjálfur ad thetta komi fram). Vid fórum frá Córdoba yfir til Santa Fe thar sem vid hittum Fabio, Ariel, Baltasar og Manuel sem eru "skyldmenni" Sverris frá tví ad hann var skiptinemi í Argentínu. Fabio, sem er mikill snillingur, fór med okkur í mjog skemmtilega ferd um borgina og sýndi okkur stadi sem vid hefdum líklega aldrei annars séd. Vid endudum svo kvoldid á tví ad fara út ad borda med honum á fiskistad thar í bae sem var afbragdsgódur. Daginn eftir vorum vid bara ad ráfa um borgina og slappa af en um kvoldid bjalladi Fabio snillingur svo í okkur og baud okkur í Asado heim til sín, sem er í rauninni bara grillveisla en mér finnst Asado skemmtilegt ord. Thar hittum vid medal annars Ariel sem var "pabbi" Sverris í Argentínu en tharna var samankomid einvala lid edalmanna og kvenna, reyndar var bara ein kona en samt. Thetta var algjort snilldarkvold í alla stadi og fengum vid ad smakka grillada beljutharma, kryddpylsu sem var medal annars unnin úr efsta hluta tharma beljunnar og svo audvitad hefdbundid kjot. Baltasar og Manuel vinir Sverris komu í heimsókn og thad var gaman ad hitta thá. En eins og thessi veisla hefdi ekki verid naegileg fyrirhofn fyrir Fabio thá tók hann okkur med sér á leik Union og San Miguel de Tucumán í Argentísku 1.deildinni kvoldid eftir. Leikurinn var frábaer skemmtun og okkar menn í Union unnu 2-0.

Eftir leikinn kvoddum vid vin okkar Fabio og fórum med rútunni til Buenos Aires. Vid fengum alltof stuttan tíma í Buenos Aires svo vid nádum bara ad bruna á nokkra af helstu stodum Buenos Aires og varla thad. Vid eyddum nánast heilum degi á skrifstofunni sem útvegar okkur vinnuna  og eftir bara 2 daga í Buenos Aires thurftum vid tví ad halda til Mar del Plata. Thad er samt alveg klárt mál ad vid aetlum ad taka okkur allavega viku í Buenos Aires eftir ad vid forum frá Mar del Plata tví thessi borg er algjor edall. Svo fer ég audvitad ekki heim til Íslands án thess ad fara á leik med Boca Juniors svo thad er tvofold ástaeda fyrir tví ad fara aftur til Buenos Aires.

Mar del Plata er einn, ef ekki staersti, sumarleyfisstadur Argentínumanna med risastórri strond og miklu mannlífi. Vid erum staddir thar núna og búnir ad finna okkur íbúd í midbaenum thar sem eru einungis 200 metrar á strondina og verslunargotur umkringja húsid. Skemmtilegt ad segja frá tví ad thegar vid ákvádum ad leigja íbúdina sagdi eigandinn okkur ad thad vaeri smá vandamál med klósettid og thad kaemi pípari daginn eftir til ad laga thad fyrir okkur. Vid sogdumst aetla ad vera heima daginn eftir thegar hann kaemi tví thad aetti líka eftir ad koma med aukarúm fyrir okkur. Daginn eftir hringir bjallan hjá okkur og Hinrik fer til dyra, thá kemur kona eiganda íbúdarinnar inn og segir okkur ad rúmid komi eftir smá stund. Taka skal fram ad thessi kona er nokkud líka Jabba the Hut í útliti ef einhverjir kannast vid thad kvikindi. Anywho, konan aedir inní íbúdina okkar og beint inná klósett og lokar á eftir sér. Ég segi vid strákana ad mér thyki ansi mikid til thessarar konu koma fyrst hún geti bara gert vid klósettid sjálf án thess ad fá pípara. Ca. 10 mínútum sídar kemur sú íturvaxna út af salerninu og fyllir samtímis íbúdina med vaegast sagt ógedslegum skítafnyk. Hún hafdi thá ekki verid ad laga klósettid heldur var meira eins og hún hefdi fyllt thad af fílaskít. Eftir thetta kvedur hún okkur og labbar út. Vid thogdum í nokkrar sekúndur og drápumst svo úr hlátri. Stuttu seinna hringir bjallan hjá okkur aftur. Konan er komin aftur. Vid hugsudum med okkur hvort hún vaeri nokkud eitthvad slaem í maganum og hvort madurinn hennar vildi ekki leyfa henni ad stunda sitt saurlega athaefi á sínu postulíni. Sem betur fer var hún ekki á theim buxunum í thetta sinn heldur var hún komin med rúmid. Thad skemmtilega vid thad hinsvegar var ad hún fékk heimilislausa hundamanninn, sem býr á gotunni fyrir framan sjoppuna, til ad hjálpa sér ad bera thad upp! Thessi madur er umkringdur hundum og oskrar á bíla allan daginn á medan hann heldur uppi tennisbolta med skvass-spada sem honum hefur áhlotnast einhvernvegin, líklega á vafasaman hátt ef einhver vill mitt álit. Nei thessi madur er ábyggilega ágaetasti kall, bara svolítid klikkadur. En nú í dag er thessi kona einn besti vinur okkar og bidur hún Hinrik oftast um einn blautan á kinnina thegar hún kemur í heimsókn.

Vinnan er oll ad koma til, hún var hálf glotud í byrjun thar sem vid héldum ad vid aettum ad vera ad adstoda vid ad thjálfa yngri flokkana í fótbolta og jafnvel fleiri íthróttum en thá var okkur bara hent á aefingu hjá meistaraflokk. Vid vorum ekki alveg nógu spenntir fyrir tví ad standa eins og fífl á meistaraflokks aefingum og gera ekki neitt thannig ad vid toludum vid thjálfarann og sogdum honum ad vid vildum vera med ad thjálfa yngri flokkana. Sídustu 2 daga hofum vid verid í tví og thetta lítur allt betur út. Ég og Sigurdur erum ennthá álitnir throskaheftir af fólkinu hér í landi thar sem vid getum varla drullad útur okkur einfoldustu setningum, thad er thó allt á leidinni ad breytast. Vid erum í óda onn ad leita okkur ad spaenskunámi hér í borg og ég er viss um ad eftir nokkra spaenskutíma verdum vid ordnir altalandi á thessu skemmtilega en samt sem ádur framandi tungumáli sem spaenskan er.

Mér dettur ekkert mikid annad í hug ad segja thannig ad ég held ad ég segi thetta bara gott í dag, ég er búinn ad henda inn myndum á http://public.fotki.com/s-amerika/ thannig ad thid lesendur gódir getid nú med nýjustu taekni skodad hvad drífur á daga okkar hér í álfu eiturlyfja og spillingar.

Med vinsemd og virdingu,

Jóhann Helgason

 


Nóg ad gera !

Jaeja thá erum vid komnir til Córdoba, sem er i mid Argentinu, komum i hadeginu svo thad er ekki mikid ad segja um thessa borg nema her er heitt ! 35+ en vid vorum i Salta en thar var bara i kringum 20+ og rigning ! okkur vard samt hugsad til ykkar heima og hvad thad er miklu betra ad vera i +20şc og rigningu en -10şc gaddi ! thannig vid saettum okkur vid thetta.

Fórum fra Mendoza sem var mjog skemmtileg borg til La Rioja sem var ekki svo skemmtileg, litid ad gera og  skýjad allan timann !  en allavega thadan fórum vid svo til Tucumán sem er stór borg med taeplega 900.000 ibúa, thar var mjog gaman, hittum alls konar fólk, gerdum heidarlega tilraun til ad fara a djammid en fengum ekki leigubil til ad keyra okkur thvi thad var rigning og allir bilarnir fullir, en thad var samt gaman. Frá Tucumán fórum vid svo til Salta sem var rosa flott borg, hun er mjog nordanlega i landinu svo thad var ordid frekar kalt, thar forum vid i ferd a otrulega flotta stadi(Joi hendir vonandi inn myndum vid taekifaeri) fengum guide fyrir okkur eina sem var mjog thaeginlegt ! gátum spurt hann út í allt sem okkur datt i hug en svo tókum vid naeturrútu hingad til Córdoba sem er naest staesta borgin i Argentinu med um 1.200.000 ibua en thetta er lika haskolaborgin i Argentinu og thvi mikid um naeturlíf og ungt fólk.

annars held ég ad thad se ekkert mikid meira ad segja, stákarnir skrifa thad inn ef ég er ad gleyma eitthverju og their hafa lika ákvedid ad sjá um skemmtilega part bloggsins myndir og djók, en ég meira um stadreyndir og stadsetningar.

Hafid thad gott i kuldanum, Kkv. Hinrik


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband