Komnir til Mar del Plata

Elsku lesendur.... vid hofum vanraekt ykkur,

En thad á ábyggilega eftir ad gerast aftur svo thad thýdir ekkert ad vaela. Vid erum búnir ad ferdast svolítid sídan Hinrik skrifadi sídasta blogg af mikilli snilld og fór hann thar ekki med neinar stadreyndavillur (hann vill sjálfur ad thetta komi fram). Vid fórum frá Córdoba yfir til Santa Fe thar sem vid hittum Fabio, Ariel, Baltasar og Manuel sem eru "skyldmenni" Sverris frá tví ad hann var skiptinemi í Argentínu. Fabio, sem er mikill snillingur, fór med okkur í mjog skemmtilega ferd um borgina og sýndi okkur stadi sem vid hefdum líklega aldrei annars séd. Vid endudum svo kvoldid á tví ad fara út ad borda med honum á fiskistad thar í bae sem var afbragdsgódur. Daginn eftir vorum vid bara ad ráfa um borgina og slappa af en um kvoldid bjalladi Fabio snillingur svo í okkur og baud okkur í Asado heim til sín, sem er í rauninni bara grillveisla en mér finnst Asado skemmtilegt ord. Thar hittum vid medal annars Ariel sem var "pabbi" Sverris í Argentínu en tharna var samankomid einvala lid edalmanna og kvenna, reyndar var bara ein kona en samt. Thetta var algjort snilldarkvold í alla stadi og fengum vid ad smakka grillada beljutharma, kryddpylsu sem var medal annars unnin úr efsta hluta tharma beljunnar og svo audvitad hefdbundid kjot. Baltasar og Manuel vinir Sverris komu í heimsókn og thad var gaman ad hitta thá. En eins og thessi veisla hefdi ekki verid naegileg fyrirhofn fyrir Fabio thá tók hann okkur med sér á leik Union og San Miguel de Tucumán í Argentísku 1.deildinni kvoldid eftir. Leikurinn var frábaer skemmtun og okkar menn í Union unnu 2-0.

Eftir leikinn kvoddum vid vin okkar Fabio og fórum med rútunni til Buenos Aires. Vid fengum alltof stuttan tíma í Buenos Aires svo vid nádum bara ad bruna á nokkra af helstu stodum Buenos Aires og varla thad. Vid eyddum nánast heilum degi á skrifstofunni sem útvegar okkur vinnuna  og eftir bara 2 daga í Buenos Aires thurftum vid tví ad halda til Mar del Plata. Thad er samt alveg klárt mál ad vid aetlum ad taka okkur allavega viku í Buenos Aires eftir ad vid forum frá Mar del Plata tví thessi borg er algjor edall. Svo fer ég audvitad ekki heim til Íslands án thess ad fara á leik med Boca Juniors svo thad er tvofold ástaeda fyrir tví ad fara aftur til Buenos Aires.

Mar del Plata er einn, ef ekki staersti, sumarleyfisstadur Argentínumanna med risastórri strond og miklu mannlífi. Vid erum staddir thar núna og búnir ad finna okkur íbúd í midbaenum thar sem eru einungis 200 metrar á strondina og verslunargotur umkringja húsid. Skemmtilegt ad segja frá tví ad thegar vid ákvádum ad leigja íbúdina sagdi eigandinn okkur ad thad vaeri smá vandamál med klósettid og thad kaemi pípari daginn eftir til ad laga thad fyrir okkur. Vid sogdumst aetla ad vera heima daginn eftir thegar hann kaemi tví thad aetti líka eftir ad koma med aukarúm fyrir okkur. Daginn eftir hringir bjallan hjá okkur og Hinrik fer til dyra, thá kemur kona eiganda íbúdarinnar inn og segir okkur ad rúmid komi eftir smá stund. Taka skal fram ad thessi kona er nokkud líka Jabba the Hut í útliti ef einhverjir kannast vid thad kvikindi. Anywho, konan aedir inní íbúdina okkar og beint inná klósett og lokar á eftir sér. Ég segi vid strákana ad mér thyki ansi mikid til thessarar konu koma fyrst hún geti bara gert vid klósettid sjálf án thess ad fá pípara. Ca. 10 mínútum sídar kemur sú íturvaxna út af salerninu og fyllir samtímis íbúdina med vaegast sagt ógedslegum skítafnyk. Hún hafdi thá ekki verid ad laga klósettid heldur var meira eins og hún hefdi fyllt thad af fílaskít. Eftir thetta kvedur hún okkur og labbar út. Vid thogdum í nokkrar sekúndur og drápumst svo úr hlátri. Stuttu seinna hringir bjallan hjá okkur aftur. Konan er komin aftur. Vid hugsudum med okkur hvort hún vaeri nokkud eitthvad slaem í maganum og hvort madurinn hennar vildi ekki leyfa henni ad stunda sitt saurlega athaefi á sínu postulíni. Sem betur fer var hún ekki á theim buxunum í thetta sinn heldur var hún komin med rúmid. Thad skemmtilega vid thad hinsvegar var ad hún fékk heimilislausa hundamanninn, sem býr á gotunni fyrir framan sjoppuna, til ad hjálpa sér ad bera thad upp! Thessi madur er umkringdur hundum og oskrar á bíla allan daginn á medan hann heldur uppi tennisbolta med skvass-spada sem honum hefur áhlotnast einhvernvegin, líklega á vafasaman hátt ef einhver vill mitt álit. Nei thessi madur er ábyggilega ágaetasti kall, bara svolítid klikkadur. En nú í dag er thessi kona einn besti vinur okkar og bidur hún Hinrik oftast um einn blautan á kinnina thegar hún kemur í heimsókn.

Vinnan er oll ad koma til, hún var hálf glotud í byrjun thar sem vid héldum ad vid aettum ad vera ad adstoda vid ad thjálfa yngri flokkana í fótbolta og jafnvel fleiri íthróttum en thá var okkur bara hent á aefingu hjá meistaraflokk. Vid vorum ekki alveg nógu spenntir fyrir tví ad standa eins og fífl á meistaraflokks aefingum og gera ekki neitt thannig ad vid toludum vid thjálfarann og sogdum honum ad vid vildum vera med ad thjálfa yngri flokkana. Sídustu 2 daga hofum vid verid í tví og thetta lítur allt betur út. Ég og Sigurdur erum ennthá álitnir throskaheftir af fólkinu hér í landi thar sem vid getum varla drullad útur okkur einfoldustu setningum, thad er thó allt á leidinni ad breytast. Vid erum í óda onn ad leita okkur ad spaenskunámi hér í borg og ég er viss um ad eftir nokkra spaenskutíma verdum vid ordnir altalandi á thessu skemmtilega en samt sem ádur framandi tungumáli sem spaenskan er.

Mér dettur ekkert mikid annad í hug ad segja thannig ad ég held ad ég segi thetta bara gott í dag, ég er búinn ad henda inn myndum á http://public.fotki.com/s-amerika/ thannig ad thid lesendur gódir getid nú med nýjustu taekni skodad hvad drífur á daga okkar hér í álfu eiturlyfja og spillingar.

Med vinsemd og virdingu,

Jóhann Helgason

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll

Best kveđju frá skrifstofunni.

Gaman ađ fylgjast međ ykkur. Ertu búinn ađ kaupa Riquelme treyjuna fyrir mig?

Kv

EG

Eiríkur (IP-tala skráđ) 19.2.2008 kl. 11:27

2 identicon

Jájájá!!!!!! Vel gert Jóhann, Djöfull er ég hrikalega ánćgđur međ klippinguna sem birtist mér á síđu 5!!

Ég vissi alltaf ađ ţú myndir taka ţig vel út svona, allavegna betur en međ húfu Soccer Dad

 Gaman ađ lesa bloggiđ ykkar og góđa skemmtun!

 Kv. Styrmir

Stymmi (IP-tala skráđ) 20.2.2008 kl. 13:47

3 identicon

halló elsku strákar! hahaha jaba the hut! djös snilld! alltaf er hinrik elskan jafn heppinn ;) ţetta hljómar ógeđslega skemmtilegt hjá ykkur!!

Ég hef fulla trú á ađ ţiđ verđiđ enga stund ađ lćra spćnskuna!

Berglind Dögg (IP-tala skráđ) 21.2.2008 kl. 00:31

4 identicon

á ekkert ađ fara ađ skrifa meira?

DanniG (IP-tala skráđ) 26.2.2008 kl. 17:17

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband